Siðareglur

SIÐAREGLUR NKF – IS, FÉLAG NORRÆNNA FORVARÐA – ÍSLAND

  • Forvörður verður að hafa viðurkennda menntun og þjálfun á því sviði sem hann ætlar sér að vinna og tekur ekki að sér önnur verkefni.
  • Forverði ber að rannsaka hluti áður en viðgerð hefst og gera greinargóða skýrslu (ásamt myndum eða filmum) um ástand þeirra og hvað hann ætlar að gera. Honum ber að leita sérfræðiaðstoðar ef upp koma vafaatriði.
  • Nákvæm skýrslugerð (þ.e. skráning allra aðgerða og efna) er mikilvægur þáttur við forvörslu og viðgerð, þó má umfang hennar ekki vera á kostnað þeirra vinnu sem þarf til viðgerðarinnar.
  • Þó prófskírteini sé fengið ber forverði ætíð að leita sér frekari þekkingar og hafa samskipti við sérfræðinga, annað leiðir til stöðnunar og lélegra vinnubragða.
  • Forverði ber að gera sitt besta hvort sem viðfangsefnið er álitið verðmætt eða ekki.
  • Forvörður tekur aldrei fjárhagslegan hagnað fram yfir siðareglurnar.
  • Forvörður verður að vera vandvirkur, samviskusamur og þolinmóður í öllum störfum sínum. Hann hefur hugfast að gera frekar lítið, en of mikið og virðir upprunalegt útlit.
  • Forverði ber að taka nýjungum og nýjum efnum með fyllstu varúð.
  • Forvörður hefur innsýn í margar fræðigreinar, s.s. efnafræði, eðlisfræði, líffræði, listasögu, efnisfræði, og fornleifafræði, en er að sjálfsögðu ekki sérfræðingur í þeim fræðum. Forvörður er meðvitaður um þetta og tekur einungis að sér verk á sínu sviði.
  • Forverðir halda ekki leyndum þeim aðferðum sem þeir beita, heldur kappkosta að skiptast á upplýsingum um tæknilega reynslu.
%d bloggers like this: