Lög

Lög – Félags norrænna forvarða – Ísland

 1. Félagið heitir Félag norrænna forvarða – Ísland (skammstöfun: NKF-IS). Félagið er deild innan Nordisk Konservatorforbund og fylgja lög deildarinnar lögum þess félags. Á ensku heitir félagið The Nordic Association of Conservators – Iceland. Félagið starfar í samræmi við siðareglur ICOM.
 2. Markmiðfélagsins er að auka samstarf meðal forvarða og þekkingu á forvörslu innanlands auk þess að hvetja til þátttöku í norrænu samstarfi t.d. fundum, ráðstefnum og útgáfu.
 3. Félagsaðild er þrenns konar:
  1. Almennir félagar geta þeir orðið sem lokið hafa að lágmarki 3ja ára forvörslumenntun frá viðurkenndum skóla, samsvarandi BA eða BS gráðu frá háskóla.
  2. Aukafélagargeta þeir orðið, sem hafa með höndum störf er tengjast forvörslu, svo og nemar í forvörslu. Söfnum og stofnunum er einnig heimilt að sækja um aukafélagsaðild.
  3. Heiðursfélagar.Aðalfundur getur tilnefnt heiðursfélaga úr röðum félagsmanna, á það einkum við um félaga sem með starfi sínu hafa stuðlað að framgangi forvörslu á Íslandi. Heiðursfélagar greiða ekki félagsgjald og halda að öðru leyti réttindum almennra félaga.

Skrifleg umsókn um félagsaðild sendist stjórn NKF-IS.

Umsókninni skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil auk afrits af prófskírteini.

Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar.

Aukafélagar eiga rétt til þátttöku í starfsemi Félags norrænna forvarða, og rétt til að sitja aðalfundi, en hafa ekki atkvæðisrétt þar. Aukafélagar greiði hálft félagsgjald.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendist stjórn félagsins.

4. Félagsgjald

Félagar greiði það félagsgjald, sem NKF-IS ákveður og  samþykkt hefur verið á aðalfundi.

Félagsgjald greiðist fyrirfram árlega.

Félagi, sem ekki hefur greitt félagsgjald í tvö ár, missir félagsréttindi sín, og telst ekki félagi fyrr en skuldin er greidd.

5. Stjórnin

Aðalfundur kýs stjórn, og skipa hana formaður, tveir meðstjórnendur og einn varamaður. Stjórnin er kosin til tveggja ára í senn, endurkjör þó heimilt. Kosinn er einn stjórnarmaður og varamaður annað árið en tveir stjórnarmenn hitt árið. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Þá skulu kosnir tveir endurskoðendur til tveggja ára í senn.

Stjórnarfundir eru haldnir þegar einn stjórnarmeðlimur æskir þess, og skal formaður boða til fundarins. Ákvarðanir stjórnar eru háðar meirihluta atkvæða, þó skal atkvæði formanns ráða úrslitum þegar atkvæði falla jafnt. Ritari félagsins heldur fundabók og skal fundargerð samþykkt af stjórnarmeðlimum. Ef stjórnarmeðlimur getur ekki mætt skal í hans stað koma varamaður.

6. Nefndir

Formaður situr í fulltrúaráði Nordisk Konservatorforbund. Aðrir stjórnarmenn eru varamenn hans. Staðan er ólaunuð.

NKF-IS á fulltrúa í ritstjórn MOK, sem tilnefndur er af stjórn NKF-IS. Staðan er launuð og launin greidd af NKF-IS. Launin er ákveðin á aðalfundi annað hvert ár. Seta í ritnefnd er endurskoðuð á tveggja ára fresti. Fulltrúi NKF-IS gerir grein fyrir starfi ritnefndar MOK á aðalfundi.

NKF-IS á fulltrúa í fornminjanefnd, sem tilnefndur er af stjórn NKF-IS á fjögurra ára fresti. Staðan er launuð og launin greidd af fornminjasjóði. Fulltrúi NKF-IS gerir grein fyrir starfi fornminjanefndar á aðalfundi.

7. Reikningar

Reikningsárið telst 1. jan.-31. des. Gjaldkeri skal færa bókhald, og skal það vera tilbúið fyrir 1. febr. næsta reikningsárs. Fyrir aðalfund skulu reikningar félagsins samþykktir af endurskoðanda.

8. Aðalfundur

Aðalfundur hefur æðsta ákvörðunarvald í félaginu og skal stjórnað af fundarstjóra, sem valinn er af fundarmönnum. Aðalfund skal halda árlega fyrir lok marsmánaðar og er dagskrá þessi:

 1. Skýrsla formanns
 2. Reikningar félagsins lagðir fram og útskýrðir
 3. Lagðar fram tillögur frá stjórn eða félögum
 4. Ákvörðun félagsgjalds
 5. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
  1. Kosning þriggja manna stjórnar til tveggja ára í senn, einn stjórnarmaður og varamaður annað árið en tveir stjórnarmenn hitt árið.
  2. Kosning tveggja endurskoðenda.
 6. Önnur mál

Til aðalfundar skal boða með minnst hálfs mánaðar fyrirvara.

Tillögum skal skilað til stjórnar 5 dögum fyrir fundinn.

Fundurinn er ályktunarhæfur án tillits til fjölda fundarmanna. Ræður þar einfaldur meirihluti.

Ritari skrifar fundargerð og skal hún samþykkt af fundarstjóra ásamt formanni félagsins.

Stjórnin skal boða til aukafundar ef ¼ félaga óskar þess skriflega. Á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundum.

9. Félagið lagt niður

Ef minnst ¾ hlutar félagsmanna æskja þess á aðalfundi skal félagið lagt niður. Sami aðalfundur skal taka ákvörðun um hvernig fé því sem er í félagssjóði skuli ráðstafað.

Reykjavík, sept. 1983

Með lagabreytingum samþykktum á aðalfundi 31. mars 2011

Með lagabreytingum samþykktum á aðalfundi 12. mars 2021

 

%d bloggers like this: