Fréttir

 

Ný stjórn NKF – IS

Á ársfundi NKF-IS þann 1. mars 2019 var kosin ný stjórn félagsins og hún er: Ingibjörg Áskelsdóttir formaður, Sandra Sif Einarsdóttir gjaldkeri, Sigríður Þorgeirsdóttir ritari og Þórir Ingvarsson varamaður.  Einnig voru María Karen Sigurðardóttir og Rannver Hannesson kosin endurskoðendur reikninga.

Spennandi ráðstefna á næsta ári:

The XXI International NKF Congress
ICC-Nordic Group

Cultural heritage facing catastrophe: Prevention and recoveries

https://www.nkf2018.is

CALL FOR PAPERS

September 26 – 28 2018 at Harpa Conference Centre
Reykjavík, Iceland

Dear friends and colleagues,

The Icelandic section of the Nordic Association of Conservators is pleased to announce the XXI NKF Congress – Cultural heritage facing catastrophe: prevention and recoveries to be held in Reykjavík, Iceland 26 – 28 September 2018.

The theme of the congress is the impact of natural and man-made catastrophes on cultural heritage and recoveries.

During the last few years, the Nordic countries have experienced many disasters such as earthquakes, volcanic eruptions, floods, building explosion and fires, which have had a serious impact on their cultural heritage as have many other countries around the world. An awakening has taken place in the preventative actions illustrated by the amount of professional documentation on the internet. The congress will be an opportunity to share knowledge and experiences and/to improve the protection of the cultural heritage.

This congress is meant for conservators, curators, and all professionals working with the preservation of cultural heritages.

The program for the XXI NKF Congress will consist of lectures and will be divided into three main topics:

 • Preventives measures; Risk assessments and technical solutions
 • Case studies of catastrophes and emergency responses
 • Long term recovery.

Information on abstracts are to be found on  https://www.nkf2018.is/abstracts/

——————————————————————————————-

Spennandi námskeið dagana 9.10. og 11. nóvember 2016!

Varðveisla gripa úr plasti – Yvonne Shashoua

Allt að 75 % plastgripa sem tilheyra lista-, hönnunar-, muna-, iðnaðar eða leikfangasöfnum þarfnast annað hvort fyrirbyggjandi meðferðar eða annarar forvörslumeðferðar, til þess að styrkja þá og gera ástand þeirra stöðugra.

Félag Norrænna forvarða – Íslandi (NKF) og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir metnaðarfullu námskeiði fyrir fagmenn sem vinna að varðveislu safngripa.

Yvonne Shashoua er virtur vísindamaður (Conservation Scientist) hjá danska Þjóðminjasafninu og einn helsti sérfræðingur á sviði varðveislu plastgripa.  Hún er frumkvöðull og hefur gefið út lykilbók um efnið: Conservation of plastics, materials science, degradation and preservation, 2008.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að heyra og læra af nýjustu rannsóknum á þessu sviði.  Slíkt námskeið hefur ekki verið í boði áður hér á landi og hvetjum við þáttakendur til þess að skrá sig hið fyrsta því fjöldinn er takmarkaður.

Lýsing

Á þessu þriggja daga námskeiði er farið í bæði kenningarlega og verklega þætti varðveislu plasts.  Þáttakendur munu læra að skilja af hverju plastefni brotna niður, helstu plastefni sem finna má í safnkosti og hvernig má þekkja einkenni hrörnunar þeirra. Stuðst er við kerfi sem hjálpar við að greina plastefni sem og dæmisögur. Bestu leiðir til fyrirbyggjandi forvörslu verða ræddar þar sem farið verður í nýjustu rannsóknir, m.a. hversu vel kolefni, silica gel og geislasteinar virka í þessu samhengi.  Í verklega hluta námskeiðisins munu þáttakendur læra hvernig hægt er að, með sem minnstu inngripi, hreinsa og laga plastgripi, sem og hvað er hægt að gera með viðameiri aðgerðum.

Upplýsingar

Dagsetning:  09. til 11. nóvember 2016

Tími: 9:00 – 16:00 (hádegishlé 12-13)

Tímafjöldi: 18 tímar

Hámarksfjöldi þátttakenda: 20

Staðsetning: Námskeiðið fer fram á Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41

Tungumál: enska

Verð:  fyrir félagsmenn NKF: kr. 18.000                 Almennt verð: kr. 21.000

Athugið: greiða verður námskeiðið að fullu fyrir 1. nóvember

Skráning : Senda póst á nkf.island@gmail.com fyrir 1. október 2016 með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn og (kennitala), staða, fyrirtæki, greiðandi og (kennitala), netfang.

 

Farskóli safnmanna

Farskóli safnmanna var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 16. til 18. september 2015. Þema farskólans að þessu sinni var: Varðveisla til framtíðar. Í farskólanefnd voru Ingibjörg Áskelsdóttir og Nathalie Jacqueminet fyrir hönd NKF-ÍS, og eiga þær mikið hrós skilið fyrir sitt starf. NKF-ÍS  var í samstarfi við Félag íslenskra safnamanna (FÍSOS)  sem gerði það að verkum að hærri styrkur fékkst úr safnasjóði.

Fengnir voru erlendir sérfræðingar til landsins, þau Jean Tétreault, sérfræðingur í  fyrirbyggjandi forvörslu við Canadian Conservation Institute og  Yvonne Shashoua, sérfræðingur við danska Þjóðminjasafnið.

 • Erindi Jean Tétreault bar yfirskriftina Environmental Standards:  from Rigidity to Responsibility og  svo Products: Principles and Some Key.
 • Erindi  Yvonne Shashoua bar yfirskriftina: Can plastic objects be preserved for the future? Erindi þeirra voru stórgóð; virkilega áhugaverð og lærdómsrík.  Að auki voru fimm félagsmenn í NKF-ÍS með erindi á farskólanum, líka stórgóð,  þau voru:
 • Handbókin um varðveislu safnkosts – bindi II kynning. Rannver Hannesson, fagstjóri forvörslu á Landsbókasafni Íslands.
 • Varðveisla kvikmynda. Þórir Ingvarsson, forvörður hjá Svenska Filminstitutet.
 • Hvenær er tími fyrir varðveislu? María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna á Borgasögusafni Reykjavíkur.
 • Björgun menningarverðmæta á Haítí eftir jarðskjálftann 2010, málverkaforvarsla. Kristín Gísladóttir, forvörður.
 • Viðbrögð við myglu. Ingibjörg Áskelsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og forvörslu á Borgasögusafni Reykjavíkur.
 • Forvörsluskýrslur í Sarpi. Sandra Síf Einarsdóttir og  Nathalie Jacqueminet, forverðir á Þjóðminjasafni Íslands.

Farskólanemendur voru virkilega áhugasamir og það kom þeim á óvart hve allt þetta  var spennandi og nytsamlegt. Það má því fullyrða að þemað Varðveisla til framtíðar  hafi náð mjög vel til safnafólks og að félagið hafi fengið sérstaklega góða kynningu.

%d bloggers like this: