Félag norrænna forvarða á Íslandi

Velkomin á heimasíðu NKF-Ísland.  Hér má finna upplýsingar um félagið, forvörslu og forverði sem starfa á Íslandi.

Félag norrænna forvarða – Ísland er fagfélag sérfræðinga sem stunda rannsóknir og annast viðgerðir og viðhald á hvers konar menningarminjum. Félagið var stofnað 1983 og hluti af Norræna fagfélaginu NKF.

Markmið félagsins er að stuðla að auknum tengslum íslenskra forvarða innbyrðis og við aðra sérfræðinga á þessu sviði erlendis. Einnig leggur félagið áherslu á að kynna mikilvægi forvörslu fyrir bæði safnafólki og öllum almenningi.  NKF gefur út fagtímaritið MoK (Meddelelser om konservering) sem kemur út einu sinni á ári.

Stjórn félagsins 2019-2020:

Formaður: Ingibjörg Áskelsdóttir
Ritari: Sigríður Þorgeirsdóttir
Gjaldkeri: Sandra Sif Einarsdóttir
Varamaður: Þórir Ingvarsson

Netfang félagsins: nkf.island@gmail.com